Taboo hlaðvarp

Taboo hlaðvarp

Taboo er hlaðvarp þar sem við, Árni og Guðrún, köfum djúpt í málefni sem oft eru sögð ”ekki við hæfi” - eins og kynlíf, nekt, kynhneigð, swing, opin sambönd, OnlyFans o.fl. Í hverjum þætti opnum við á einlægar samræður þar sem við deilum okkar eigin reynslu og spyrjum hvort annað að spurningum sem fáir þora að spyrja og ögrum þar af leiðandi ríkjandi hugmyndum. Við erum hjón sem höfum verið saman í 15 ár og þar af gift í 10 ár og höfum eflaust gengið í gegnum flest allt sem hægt er að ganga í gegnum í hjónabandi. Við elskum andleg málefni og setjum heilsuna okkar í fyrsta sætið. Við erum foreldrar þriggja dásamlegra barna og elskum að lifa lífinu. Það er okkar markmið að tala um ögrandi og stundum erfið málefni út frá okkar reynslu. Það er allt stutt í húmorinn hjá okkur og við tökum okkur ekki of alvarlega. Mottó-ið okkar er ”lífið er of stutt til að vera venjuleg”. Ef þér finnst gaman að kafa undir yfirborðið og vilt hlusta á raunveruleg samtöl um það sem við öll hugsum en fáir segja upphátt - þá er Taboo fyrir þig. Athugið að þættirnir eru ekki ætlaðir yngri en 18 ára.

Episodes

October 24, 2025 47 mins

Í þessum þætti förum við yfir "sex dates" og check-ins sem hefur hjálpað okkur gífurlega. Tölum um okkar reynslu og hvernig við gerum þetta. 

 

Vonandi njótið þið vel!

Mark as Played

Í þessum þætti tölum við um það hvernig það er að vera öðruvísi og að lifa óhefðbundnum lífsstíl. Förum út um víðan völl.

 

Njótið vel! 

Mark as Played
September 30, 2025 52 mins

Í þessum þætti ræðum við um Onlyfans og muninn á klámi og kynþokkalist. Við tölum um afhverju við byrjuðum með Onlyfans og addressum slúður og mynddreifingar á netinu sem hefur komið upp. Mjög þörf umræða og eitthvað topic sem við brennum heitt fyrir.

 

Vona að þið njótið! 

Mark as Played
September 26, 2025 51 mins

Verið velkomin í Taboo!

 

Pínu óhefðbundinn þáttur í dag en við förum yfir kynlífsspil og hvernig það hefur hjálpað okkur að opna á allskonar skemmtilegar umræður. Við skiptumst á að spyrja hvort annað að djúsí spurningum. Opnuðum á alls konar pælingar. Vonandi njótið þið vel! 

Mark as Played
September 18, 2025 46 mins

Í þessum þætti tölum við um pegging sem er heldur betur hot topic. Pegging er í miklu uppáhaldi hjá okkur og hefur nokkrum sinnum komið upp hjá hlustendum sem topic sem við ættum að ræða. Vonandi hafið þið gaman að þessum þætti og ekki hika við að senda á okkur ef það koma upp spurningar eða vangaveltur :)

 

Njótið vel! 

Mark as Played
September 11, 2025 46 mins

Í þrettánda þætti förum við yfir eitthvað sem öll pör lenda í.... rifrildi! Við förum yfir hvernig rifrildin hjá okkur hafa þróast í gegnum tíðina og hvernig við reynum að tækla það þegar það er uppi ágreiningur. 

 

Njótið vel! 

Mark as Played
September 4, 2025 51 mins

Í þætti 12 tökum við fyrir risastórt viðfangsefni sem er afbrýðisemi. Afbrýðisemi á sér svo margar hliðar og hefðum við geta rætt um þetta í marga klukkutíma. Hér förum við yfir hvernig við höfum tæklað afbrýðisemi í okkar sambandi.

 

Njótið vel. 

Mark as Played
August 28, 2025 55 mins

Risastór þáttur þar sem málefnið er kynlíf....... ekki beint lítið topic! Við förum um víðan völl og þetta er klárlega vol. 1 um kynlíf og munum við tækla þetta aftur seinna, ekki spurning!

 

Njótið vel! 

Mark as Played
August 21, 2025 50 mins

Til að fagna 10 þáttum þá ákváðum við að opna fyrir spurningar frá hlustendum. Ótrúlega skemmtilegur þáttur og okkur finnst svo gaman að frá feedback og spurningar frá hlustendum. 

 

Vonandi skemmtið þið ykkur jafn vel og við gerðum!  

Mark as Played
August 14, 2025 46 mins

Í þessum þætti förum við yfir okkar skoðun á klámi og öllu því tengdu. Ræðum um klám, "ethical" klám, OnlyFans og fleira.

 

Njótið vel! 

Mark as Played
August 7, 2025 55 mins

Í þætti 8 förum við yfir tvíkynhneigð og þá aðallega yfir tvíkynhneigð karla enda er það miklu meira taboo heldur en tvíkynhneigð hjá stelpum. Virkilega áhugaverður þáttur að okkar mati og er þetta málefni sem við höfum ekki mikið heyrt rætt um. Þarft málefni og vonandi eru einhverjir þarna úti sem tengja við þetta.

 

Njótið vel! 

Mark as Played
July 31, 2025 49 mins

Í þætti sjö förum við yfir eina ákveðna fantasíu....... algengasta fantasían meðal karlmanna en ekki kvenna sem er áhugavert!

 

Sú fantasía er threesome eða trekantur eða þríleikur eða hvað þú vilt kalla það :)

 

Við förum yfir okkar reynslu og tölum líka aðeins um throuple tímabilið okkar, það var lærdómferli!

 

Vonandi hafið þið gaman að.

Mark as Played
July 24, 2025 42 mins

Í þætti 6 tölum við um fantasíur og allt sem fylgir þeim. Vel djúsí þáttur! 

 

Hlökkum til að heyra ykkar fantasíur!

Mark as Played
July 18, 2025 58 mins

Í fimmta þætti ræðum við Swing eða "lífstílinn" eða "rólusamfélagið" eða hvað þú vilt kalla þetta. Förum yfir okkar reynslu og þá hluti sem okkur finnst mikilvægir ef þú ætlar að prufa þig áfram í þessum heimi.

 

Vonandi fróðlegt fyrir þau ykkar sem hafið áhuga á þessu og munið að þið megið alltaf hafa samband ef þið eruð með spurningar eða vangaveltur! 

 

Við minnum á að þættirnir okkar eru ekki ætlaðir yngri en 18 ára :) 

Mark as Played
July 11, 2025 32 mins

Í fjórða þætti förum við yfir okkar reynslu af kynlífs eða swing klúbbum. Þetta er umfangsefni sem við finnum oft fyrir að fólk hefur mikinn áhuga á og finnst gaman að forvitnast. Ræðum um okkar reynslu á léttum nótum og hvernig við myndum hanna okkar eigin lúxus kynlífsklúbb ef við myndum opna þannig.

 

Vonandi eruð þið tilbúin til að stíga út fyrir normið með okkur. 

Mark as Played
July 4, 2025 47 mins

Í þætti þrjú köfum við í opin sambönd, polyamory, swing ofl. og spjöllum á léttum nótum um okkar reynslu af þessu öllu saman. 

 

Þetta er skemmtilegt topic sem við munum eflaust ræða um aftur við tækifæri. 

 

Vonandi eruð þið tilbúin að stíga út fyrir normið með okkur. 

Mark as Played
June 26, 2025 41 mins

Í þætti tvö af Taboo förum við í málefni sem er okkur mjög kært - nekt!

 

Af hverju er nekt bönnuð á samfélagsmiðlum? Af hverju er ekki eðlilegast í heimi að vera nakin í saunu? Hvað veldur og eigum við að breyta þessu? Getum við breytt þessu? 

 

Vonandi eruð þið tilbúin til að stíga út fyrir normið með okkur. 

Mark as Played
June 25, 2025 26 mins

Í fyrsta þættinum af Taboo kynnum við okkur sjálf og hugmyndina á bakvið hlaðvarpið Taboo. Stuttur fyrsti þáttur og er stefnan sett á að vera með þátt vikulega. 

 

Vonandi eruð þið tilbúin til að stíga út fyrir normið með okkur. 

 

Verið velkomin og takk fyrir að hlusta! 

Mark as Played

Popular Podcasts

    If you've ever wanted to know about champagne, satanism, the Stonewall Uprising, chaos theory, LSD, El Nino, true crime and Rosa Parks, then look no further. Josh and Chuck have you covered.

    Dateline NBC

    Current and classic episodes, featuring compelling true-crime mysteries, powerful documentaries and in-depth investigations. Follow now to get the latest episodes of Dateline NBC completely free, or subscribe to Dateline Premium for ad-free listening and exclusive bonus content: DatelinePremium.com

    On Purpose with Jay Shetty

    I’m Jay Shetty host of On Purpose the worlds #1 Mental Health podcast and I’m so grateful you found us. I started this podcast 5 years ago to invite you into conversations and workshops that are designed to help make you happier, healthier and more healed. I believe that when you (yes you) feel seen, heard and understood you’re able to deal with relationship struggles, work challenges and life’s ups and downs with more ease and grace. I interview experts, celebrities, thought leaders and athletes so that we can grow our mindset, build better habits and uncover a side of them we’ve never seen before. New episodes every Monday and Friday. Your support means the world to me and I don’t take it for granted — click the follow button and leave a review to help us spread the love with On Purpose. I can’t wait for you to listen to your first or 500th episode!

    Health Stuff

    On Health Stuff, hosts Dr. Priyanka Wali and comedian Hari Kondabolu tackle all the health questions that keep you up at night with hilarity and humanity. Together they demystify the flashy trends, and keep you informed on the latest research. You can rely on Health Stuff to bring you real, uninhibited, and thoughtful health talk of the highest caliber, and a healthy dose of humor.

    The Breakfast Club

    The World's Most Dangerous Morning Show, The Breakfast Club, With DJ Envy, Jess Hilarious, And Charlamagne Tha God!

Advertise With Us
Music, radio and podcasts, all free. Listen online or download the iHeart App.

Connect

© 2025 iHeartMedia, Inc.