Jón Ólafs á spjallinu

Jón Ólafs á spjallinu

Jón Ólafs á spjallinu er hlaðvarpsþáttur þar sem Jón ræðir við skemmtilegt og áhugavert fólk um lífið og tilveruna. Hann hefur um árabil verið með annan fótinn í fjölmiðlum meðfram tónlistinni og komið víða við. Fjölmiðlaferilinn hóf hann sem blaðamaður á Tímanum og þegar Rás 2 var stofnuð var Jón einn fjórmenninganna sem stýrðu fyrsta þættinum á stöðinni. Ekki leið á löngu þar til hann fór í sjónvarp og margir kannast við þættina Af fingrum fram sem svo breyttust í spjalltónleika í Salnum sem sér ekki fyrir endann á. Það er von Jóns að hlustendur verði margs vísari að lokinni hlustun.

Episodes

December 19, 2025 91 mins

Egill Helgason er einn áhrifamesti fjölmiðlamaður landsins.  Honum hugnaðist ekki  framhaldsskólanámið og tók blaðamennsku fram yfir stúdentspróf.  Við tók fjölbreyttur ferill þar sem flestir fjölmiðlar landsins koma við sögu.  Þættir hans, Silfur Egils (Silfrið) og Kiljan, eru tímamótaþættir sem enn eru á dagskrá.  Þrátt fyrir allt hefur Egill tiltölulega lítinn áhuga á pólitík á meðan listir og sagnfræði eiga svo sannarlega upp á...

Mark as Played

Sif Atladóttir er í dag framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands.  Hún hefur fyrir löngu skráð nafn sitt á spjöld sögunnar sem ein okkar fremstu knattspyrnukvenna og á að baki glæsilegan feril á Íslandi, í Þýskalandi og Svíþjóð.  Hún fæðist inn í mikla íþróttafjölskyldu og það var ekki alltaf dans á rósum að vera dóttir knattspyrnumannsins Atla Eðvaldssonar sem lést um aldur fram fyrir nokkrum árum. Hafa skal aðgát í nærveru sálar...

Mark as Played
December 2, 2025 101 mins

Bogi er dáðasti fréttamaður þjóðarinnar eftir áratuga starf hjá Ríkissjónvarpinu.   Sagnfræði- og íslenskunám við Háskóla Íslands hefur reynst honum vel í starfi og þessa dagana alveg sérstaklega.  Bogi er grjótharður stuðningsmaður KR og og hefur sérstakt dálæti á Norðurlöndunum.  Bítlarnir skipta hann miklu máli og hann á Höfner bassa, alveg eins og Paul. 

Mark as Played
November 22, 2025 82 mins

Það sem hefur mótað Védísi Hervöru mest var að alast upp með heyrnarlausri ömmu sem var endalaust jaðarsett í samfélaginu og þurfti því heldur betur að hafa fyrir hlutunum.  Védís fékk plötusamning aðeins 16 ára gömul en fann með tíð og tíma að hún þurfti að gera eitthvað meira en sinna tónlistargyðjunni.  Hún brennur fyrir verðmætasköpun, atferli manna og menningu og hefur látið til sín taka víða í þessum efnum.  

Mark as Played
November 17, 2025 120 mins

Egill er afkastamesti upptökustjóri íslenskrar sjónvarpssögu.  Einnig hefur hann gert kvikmyndir, samið lög og ljóð auk þess að vera flinkur myndlistarmaður.  Á langri ævi hefur hann upplifað margt og komist í tæri við þekktasta fólk þjóðarinnar í áratugi í gegnum störf sín.  Svo veit hann upp á hár hvenær hann kveður þessa jarðvist. 

Mark as Played
November 7, 2025 92 mins

Margrét Kristín Blöndal var í haldi ísraelska hersins í nokkra daga eftir að hafa siglt með skipinu The Conscience áleiðis til Gaza ásamt fleiri aðgerðarsinnum.  Tilgangurinn var að færa hinu hrjáða Palestínufólki á svæðinu mat og lyf.  Magga Stína hefur farið fremst í flokki íslenskra mótmælenda gegn þjóðarmorðinu á Gaza svo eftir hefur verið tekið.  Í viðtalinu heyrum við af þessu ferðalagi og ómannúðlegri meðferð Ísraela á tónli...

Mark as Played
October 27, 2025 69 mins

Óskar Bjarni ætlaði sér að verða leikari en það fór öðruvísi en ætlað var.  Hann er svo mikill Valsmaður að það hálfa væri nóg.  Hr. Valur væri réttnefni.  Handboltinn á hug hans allan og hann þjálfar jöfnum höndum bestu leikmenn þjóðarinnar og börnin blíð.  Óskar Bjarni lætur konuna um að keyra bílinn úti á landi svo þau rati örugglega á áfangastað. 

Mark as Played
October 23, 2025 98 mins

Fyrsti forsetaherrann á Bessastöðum elskar að elda mat fyrir sína nánustu og brennur fyrir heilsueflingu. Sjálfur er hann afreksmaður í íþróttum og stundar crossfit af miklum móð.  Björn Skúlason vildi skoða heiminn og fór frá Grindavík til Alabama í háskólanám.  Það mætti segja að sú ákvörðun hafi að lokum leitt hann í faðm Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands. 

Mark as Played
October 12, 2025 74 mins

Ingi Garðar hefur unnið eftirtektarvert starf sem stjórnandi Skólahljómsveitar Vesturbæjar og nágrennis; svo mjög að Reykjavíkurborg sá ástæðu til að útnefna hann Reykvíking ársins.  Hann hefur ferðast um víða um heim vopnaður sinni básúnu, gerir við blásturshljóðfæri og gríðarlegt safn 78 snúninga platna.  

Mark as Played
October 5, 2025 70 mins

Brynhildur Guðjónsdóttir hefur verið í fremstu röð íslenskra leikara alveg frá því hún birtist okkur sem Mimi í RENT árið 1999 þar sem hún sló eftirminnilega í gegn.  Hún gegndi stöðu Borgarleikhússtjóra í nokkur ár og elskar Frakkland.  Svo segist hún vera heppin í leigubílum.

Mark as Played
September 28, 2025 66 mins

Ása Berglind er marghöm kona sem situr nú á Alþingi Íslendinga.  Ferilsskráin er óvenju löng fyrir svona unga konu og ljóst að þarna fer engin meðalmanneskja.   Hún klífur fjöll í kjólum og hefur bragðað flest þau sæföng sem í boði eru á veitingahúsum. 

Mark as Played
September 21, 2025 99 mins

Ólafur Páll Gunnarsson, oftast kallaður Óli Palli, byrjaði sem tæknimaður hjá Ríkisútvarpinu en ekki leið á löngu þar til hann spreytti sig sem útvarpsmaður og sér ekki fyrir endann á því ævintýri.  Þættir hans á Rás 2 eru landsmönnum að góðu kunnir en er ekki bara tímabært  að hann setjist hinum megin við borðið og sitji fyrir svörum?

Mark as Played
September 14, 2025 86 mins

Edda Björgvinsdóttir hefur verið ein ástsælasta leikkona þjóðarinnar um árabil.  Hún hefur skapað marga eftirminnilega karaktera bæði á sviði, í útvarpi og ekki síst í sjónvarpi og kvikmyndum.  Lífið er þó ekki alltaf dans á rósum. 

Mark as Played
September 8, 2025 95 mins

Ólafur Egilsson er höfundur nokkurra vinsælustu sýninga síðustu ára og má þar nefna Elly, Þetta er Laddi og 9 líf sem dæmi.  Það virðist hafa legið nokkuð beint við að listirnar tækju Ólaf í faðm sinn en hann ólst upp á miklu menningarheimili og eru hæfileikarnir honum vissulega í blóð bornir. 

Mark as Played
August 27, 2025 70 mins

Halldóra Geirharðsdóttir hefur verið í eldlínu íslenskra sviðslista um árabil og vakti fyrst athygli sem framlínukona rokksveitarinnar Risaeðlunnar þar sem hún blés í saxófón og söng.  En flestir þekkja hana þó úr leiklistinni en hún hefur leikið mörg eftirminnileg hlutverk í leikhúsi og á hvíta tjaldinu.  

Mark as Played

Popular Podcasts

    If you've ever wanted to know about champagne, satanism, the Stonewall Uprising, chaos theory, LSD, El Nino, true crime and Rosa Parks, then look no further. Josh and Chuck have you covered.

    Dateline NBC

    Current and classic episodes, featuring compelling true-crime mysteries, powerful documentaries and in-depth investigations. Follow now to get the latest episodes of Dateline NBC completely free, or subscribe to Dateline Premium for ad-free listening and exclusive bonus content: DatelinePremium.com

    The Bobby Bones Show

    Listen to 'The Bobby Bones Show' by downloading the daily full replay.

    The Joe Rogan Experience

    The official podcast of comedian Joe Rogan.

    Betrayal: Weekly

    Betrayal Weekly is back for a brand new season. Every Thursday, Betrayal Weekly shares first-hand accounts of broken trust, shocking deceptions, and the trail of destruction they leave behind. Hosted by Andrea Gunning, this weekly ongoing series digs into real-life stories of betrayal and the aftermath. From stories of double lives to dark discoveries, these are cautionary tales and accounts of resilience against all odds. From the producers of the critically acclaimed Betrayal series, Betrayal Weekly drops new episodes every Thursday. Please join our Substack for additional exclusive content, curated book recommendations and community discussions. Sign up FREE by clicking this link Beyond Betrayal Substack. Join our community dedicated to truth, resilience and healing. Your voice matters! Be a part of our Betrayal journey on Substack. And make sure to check out Seasons 1-4 of Betrayal, along with Betrayal Weekly Season 1.

Advertise With Us
Music, radio and podcasts, all free. Listen online or download the iHeart App.

Connect

© 2025 iHeartMedia, Inc.